UÍA auglýsir eftir sumarstarfsmanni

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands auglýsir eftir sumarstarfsmanni.

UÍA er héraðssamband og aðili að ÍSÍ og UMFÍ. Aðildarfélög UÍA eru öll íþrótta- og ungmennafélög á Austurlandi.

Starfið felst í skrifstofurekstri UÍA, umsjón með fjármálum sambandsins, samskiptum við aðildarfélög og opinbera aðila og viðburðarstjórnun.

Starfsmaðurinn sem við erum að leita að þarf að vera góður í mannlegum samskiptum, skipulagður, jákvæður og sjálfstæður í vinnubrögðum. Kostur er að viðkomandi hafi þekkingu og áhuga á málefnum ungmennafélagshreyfingarinnar.

Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af bókhaldi eða öðrum skrifstofustörfum og hafi þekkingu á sviði íþrótta eða reynslu af þjálfun eða öðrum störfum sem nýtast í starfi innan ungmennafélagshreyfingarinnar.

Viðkomandi þarf geti hafið störf eigi síðar en 1. júní.

Sumarstarfsmaður starfar með framkvæmdastjóra og stjórn UÍA.

Umsóknir skulu berast fyrir 24. mars á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., s: 4711353

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ