Kvennalið Þróttar komið í annað sætið

Kvennalið Þróttar í blaki er komið í annað sæti úrvalsdeildar kvenna eftir að hafa lagt KA um helgina en karlaliðið tapaði sínum leikjum. Höttur tekur á móti Þór í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld.

Til stóð að leika bæði í Neskaupstað og á Egilsstöðum á föstudagskvöld en þeim leikjum var öllum frestað vegna ófærðar á Möðrudalsöræfum.

Á laugardagsmorgun var hins vegar rutt og komst lið KA austur í Neskaupstað á laugardag en leikið var aftur á sunnudagsmorgun.

Liðin skiptu með sér sigrunum þannig að KA vann báða karlaleikina, þann fyrri 2-3 (19-25, 25-22, 25-20, 20-25 og 13-15) og þann seinni 1-3 (23-25, 28-30, 25-22 og 23-25).

Þróttur vann hins vegar báða kvennaleikina 3-0 (25-16, 25-7, 25,18 og 25-21, 25-15, 25-12).

Þrátt fyrir að spilað væri á sunnudagsmorgni komust KA-liðin ekki norður í gær. Beðið var eftir mokstri á morgun með þann vara möguleika að keyra suðurleiðina.

Með sigrinum komst kvennaliðið upp í annað sætið, tveimur stigum á undan HK sem á leik til góða. Karlaliðið er einnig í öðru sæti en með eins stigs forskot á Stjörnuna sem einnig leik inni.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ