Tveir frá Hetti í úrvalshópi í fimleikum

Tveir drengir frá Hetti voru nýverið valdir í úrvalshópa Fimleikasambands Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem haldið verður í haust. Flokkum félagsins hefur gengið ágætlega í Íslandsmótinu að undanförnu. Stefán Berg Ragnarsson og Kristinn Már Hjaltason voru valdir í úrvalshóp í hópfimleikjum drengja fyrir Evrópumótið sem haldið verður hér á landi 15. – 19. október.

Valdís Ellen Kristjánsdóttir, sem æfir með Stjörnunni í Garðabæ en er alin upp hjá Hetti, var einnig valin í úrvalshóp kvenna.

Lið Hattar í 3. flokki stelpna varð í fyrsta sæti í annarri deild á síðustu umferð Íslandsmóts Fimleikasambandsins. Liðið færist þar með upp í fyrstu deild á vormóti sambandsins.

Þá átti Höttur stúlknalið í fyrsta sæti í 4. flokki B í annarri deild og lið í þriðja sæti í 4. flokk í fyrstu deild.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ