Tveir frá Hetti í úrvalshópi í fimleikum

Tveir drengir frá Hetti voru nýverið valdir í úrvalshópa Fimleikasambands Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem haldið verður í haust. Flokkum félagsins hefur gengið ágætlega í Íslandsmótinu að undanförnu. Stefán Berg Ragnarsson og Kristinn Már Hjaltason voru valdir í úrvalshóp í hópfimleikjum drengja fyrir Evrópumótið sem haldið verður hér á landi 15. – 19. október.

Valdís Ellen Kristjánsdóttir, sem æfir með Stjörnunni í Garðabæ en er alin upp hjá Hetti, var einnig valin í úrvalshóp kvenna.

Lið Hattar í 3. flokki stelpna varð í fyrsta sæti í annarri deild á síðustu umferð Íslandsmóts Fimleikasambandsins. Liðið færist þar með upp í fyrstu deild á vormóti sambandsins.

Þá átti Höttur stúlknalið í fyrsta sæti í 4. flokki B í annarri deild og lið í þriðja sæti í 4. flokk í fyrstu deild.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok