Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar hf

Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði Laugardaginn 22. febrúar.

Húsið opnar kl. 11:30 og keppni hefst kl. 12:00. Um að gera að mæta tímanlega svo hægt verði að hefja keppni á slaginu 12.

Mótið er fyrir 10 ára og yngri og kjörið tækifæri til að kynnast frjálsum íþróttum.

Keppt verður í langstökki án atrennu, boltakasti, spretti og svo í lok mótsins verður þrautabraut.

Keppnisgjald er 500 kr. óháð greinafjölda.

Allir fá þátttökuverðlaun.

Skráning fer fram á skrifstofu UÍA í síma 471-1353,

í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða á staðnum áður en keppni hefst.

 

Við hvetjum alla sem hafa áhuga að taka þátt.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ