Sjö lið kepptu á Vetrarleikum Blæs síðastliðinn laugardag
Mótastarf Hestamannafélagsins Blæs hófst síðustu helgi þegar fyrsta mót í mótaröðinni Vetrarleikar Blæs 2014 var haldið í Dalahöllinni á Norðfirði. Vetrarleikarnir eru liðakeppni þar sem að þrír knapar skipa liðið en knaparnir safna einnig stigum í einstaklingskeppni.Þátttakan var afar góð og mótið heppnaðist mjög vel. Það voru sjö lið sem voru skráð til leiks með tuttugu og einn knapa sem kepptu í fjórgangi. Fimm stigahæstu knaparnir riðu í úrslitum og þar sigraði Laufey Sigurðardóttir á Röst frá efri Miðbæ með 24 stig.
Eftir þetta fyrsta mót standa stigin fyrir þrjú efstu liðin svona:
Hestar og menn 2014 48,5
Miðbær 47,5
Tjarnarland 46,5
Næsta mót í röðinni verður haldið 8. mars og verður þá keppt í smala.
Kvennatölt Blæs verður haldið í Dalahöllinni laugardaginn 8. febrúar næstkomandi kl. 14:00. Þar verður keppt í opnum flokki fyrir meira vanar og í opnum flokki fyrir minna vanar.