Fundur um framtíð frjálsíþrótta á Austurlandi

Við viljum minna á að á morgun, fimmtudaginn 5. desember verður haldinn fundur um framtíð frjálsíþrótta á Austurlandi.

Fundurinn verður á skrifstofu UÍA og hefst kl. 18

 

Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

1. Kynning á stöðu frjálsíþróttastarfs UÍA

2. Starfsreglur frjálsíþróttaráðs

3. Skipan í frjálsíþróttaráð

4. Önnur mál

 

Fundurinn er opinn öllum og vonumst við til að sjá sem flesta.

Fjarfundarbúnaður er á staðnum og Skype er líka í boði fyrir þá sem að komast ekki en langar til að fylgjast með fundinum.

Gott væri að þeir sem vilja nýta sér fjarfundarmöguleikann hefðu samband við skrifstofu í síma 471-1353 eða létu vita á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ