Aðventumót Egilsstaða og Fella í frjálsum íþróttum

Árlegt aðventumót Frjálsíþróttadeildar Hattar og Hitaveitu Egilsstaða og Fella verður haldið í íþróttahúsinu

á Egilsstöðum sunnudaginn 1. des. kl. 13.00.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:

9 ára og yngri: Sprettur, langstökk án atrennu og boltakast.

10-11 ára: Sprettur, langstökk án atrennu, hástökk, kúluvarp og 300 m hlaup.

12-13 ára: Sprettur, langstökk án atrennu, hástökk, kúluvarp, 600 m hlaup og þrístökk

án atrennu.

14-15 ára: Sprettur, langstökk án atrennu, hástökk, kúluvarp, 600 m hlaup og þrístökk

án atrennu.

16 ára og eldri: Sprettur, langstökk án atrennu, hástökk, kúluvarp, 600 m hlaup og

þrístökk án atrennu.

 

Mótið er opið öllum.

Allir keppendur fá verðlaun fyrir þátttöku.

Skráning fer fram á staðnum og þátttökugjald er ekkert.

Nánari upplýsingar veitir Áslaug í síma 860-2968.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ