Samningur á milli Héraðsskjalasafns Austfirðinga og UÍA

Þriðjudaginn 19. nóvember var undirritaður samningur á milli Héraðskjalasafns Austfirðinga og UÍA.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga hefur tekið að sér vinnu við að flokka, skanna og skrá ljósmyndir og filmur úr safni sambandsins.

„Meginhlutverk Héraðsskjalasafns Austfirðinga er að taka við skjölum skilaskyldra aðila (sveitarfélaga og stofnana þeirra), skrá þau og varðveita. Skjalasafnið tekur einnig við einkaskjölum, t.d. bréfasöfnum  og ljósmyndum einstaklinga, félaga og fyrirtækja. Af slíku efni er mikill fengur enda oft að finna í því upplýsingar um samfélög liðins tíma sem ekki er að finna annars staðar. Ljósmyndir úr safni UÍA eru því góð viðbót við Ljósmyndasafn Austurlands, sem er varðveitt á héraðsskjalasafninu, og bæta miklu við þær heimildir sem til eru um íþrótta- og ungmennafélagsstörf á Austurlandi,“ segir Bára Stefánsdóttir héraðsskjalavörður.


Myndin hér til hliðar er af Gunnari Gunnarssyni og Báru Stefánsdóttur við undirritun samningsins.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ