Haustmót Fimleikasambands Íslands

Um síðustu helgi fór fram fyrsta hópfimleikamót vetrarins á vegum Fimleikasambands Íslands sem haldið var í Gerplu, Kópavogi.

Keppendur komu frá níu félögum af landinu. Fimleikadeild Hattar sendi 38 keppendur á aldrinum 9-12 ára.

„Það er alltaf mikil spenna að fara á fyrsta mót vetrarins, hitta önnur lið og sjá framfarir á milli ára.

Keppendur fimleikadeildar Hattar stóðu sig vel og var góður andi á mótinu þar sem krakkarnir sýndu

æfingar sínar,“ segir Auður Vala Gunnarsdóttir.

 

Úrslit mótsins:

4.flokkur stúlkur ( 10 og 11 ára )

2. sæti Höttur A

8. sæti Höttur B

 

3 flokkur stúlur ( 12 og 13 ára )

9. sæti Höttur A

11. sæti Höttur B

 

Drengir eldri ( 12-15 ára )

2. sæti Höttur

 

Myndin hér til hliðar er af  4 flokki stúlkna Höttur A.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ