Bikarmót UÍA í sundi

Laugardaginn 23. nóvember fer fram hið árlega Bikarmót Austurlands í sundi í sundlauginni á Djúpavogi.
Mótið er stigamót þar sem sunddeildir á Austurlandi berjast um titilinn Bikarmeistari Austurlands.

Mótið er jafnan spennandi og mikil stemming á bakkanum. Neisti er ríkjandi bikarmeistari og þar á bæ er hugur í mönnum að verja tiltilinn, það er þó orðið alveg ljóst að fleirum langar að hampa bikarnum og búast má við harðri baráttu um hann í ár.

 

Mótið hefst kl 10:00 og eru áhorfendur velkomnir.

 

Á myndinni hér til hliðar má sjá ríkjandi bikarmeistara í Neista fagna ásamt Spretti Sporlanga í lok Bikarmótsins í fyrra.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ