Vetrarhlaupasyrpa Hlaupahéranna að hefjast

Fyrsta hlaupið í vetrarhlaupasyrpu Hlaupahéranna á Egilsstöðum fer fram næstkomandi laugardag, 26. október.

Eins og undanfarin ár stendur skokkhópurinn Hlaupahérarnir á Egilsstöðum fyrir vetrarhlaupasyrpu í vetur. Hlaupin fara fram síðasta laugardag í mánði frá október og fram í mars.

Hlaupnir eru 10 km með tímatöku og gefur þátttaka í hverju hlaupi 1-5 stig. Stigahæstu einstaklingarnir verða verðlaunaðir í lok tímabilsins. Einnig verður boðið upp á 5 km hlaup með tímatöku en þau gefa ekki stig.

Dagsetningar hlaupanna eru eftirfarandi:

26. október 2013

30. nóvember 2013

31. desember 2013

25. janúar 2014

22. febrúar 2014

29. mars 2014

Hlaupin hefjast við íþróttahúsið á Egilsstöðum kl. 11 nema á gamlársdag kl. 10:00.

Skráning fer fram á staðnum og hefst hálftíma fyrir hlaup. Þátttökugjald er 1.000 í hvert hlaup. Innifalið er létt hressing og aðgangur að sundlauginni að hlaupi loknu.

Dregið verður um vegleg verðlaun að loknu hverju hlaupi. Allir sem taka þátt fara í pottinn!

 

Hlaupahérarnir hvetja alla til að reima á sig hlaupaskóna og vera með frá byrjun.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ