Hreyfivika á Seyðisfirði

Seyðfirðingar láta ekki sitt eftir liggja í evrópsku hreyfivikunni sem hefst á morgun og bjóða upp á veglega dagskrá.

Meðal þess sem í boði verður á Seyðisfirði verður dans í hádeginu í Herðubreið á morgun. Á miðvikudag verður opinnn tími í pæjupúli og í aðeins þetta eina sinn eru karlmenn velkomnir í tímann.

Verkefninu „út að hlaupa á Seyðis“ verður hleypt af stokkunum á þriðjudag. Markmiðið er að hver þátttakandi hlaupi eða gangi samanlagt 100 km fram að jólum í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Hópurinn safnast saman við íþróttahúsið Herðubreið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Einnig er í boði að hjóla en þá þurfa menn að setja markið á 200 km.

Íþróttafélagið Viljinn lætur ekki sitt eftir liggja en í hádeginu á laugardag verður öllum boðið að grípa í bocciabolta á æfingu.

Dagskráin á Seyðisfirði.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ