Fjölskyldan á Lolla í Norðfirði
Næstkomandi laugardag efnir UÍA til fjölskyldugöngu á Lolla í Norðfirði, fjall UÍA 2013, í samstarfi við Þrótt í Neskaupsstað. Frá þjóðveginum við Skuggahlíð er ekið út malarveg í suðurhlíð Norðfjarðar að heimreiðinni að bænum Grænanesi. Þar er ágætt að leggja bíl og þaðan verður lagt af stað kl. 10:00.
Göngustjóri verður Þórður Júlíusson bóndi á Skorrastað.
Áætlaður göngutími er um 3 klst.
Sérstök Fjölskyldan á fjallið gestabók er á toppinum en nú í haust dregur UMFÍ út heppna göngugarpa sem lagt hafa leið sína á fjöll sem tilheyra verkefninu Fjölskyldan á fjallið.
Göngugarpar eru hvattir til að klæða sig eftir veðri og hafa með sér staðgott nesti.
Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu UÍA í síma 4711353 eða í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Allir velkomnir.
Myndin hér til hliðar er tekin í fyrra þegar Hildur B. fór með gestabókina á toppinn á Sandfelli við Fáskrúðsfjörð sem var fjall UÍA, 2012.