Sandra María framkvæmdastjóri UÍA
Sandra María Ásgeirsdóttir hefur tekið við störfum sem starfandi framkvæmdastjóri UÍA. Hún mun gegna stöðunni fram þar til Hildur Bergsdóttir snýr aftur úr barneignarleyfi.
Sandra María tekur við stöðunni af Gunnari Gunnarssyni sem hverfur til annarra starfa. Hann mun þó áfram gegna stöðu formanns UÍA.
Sandra María er fædd árið 1989 og lauk B.Sc. prófi í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands í vor. Hún er stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og er með diplómu í einkaþjálfun frá lýðháskólanum í Söndeborg.
Sandra María kom til starfa hjá UÍA í maí og starfaði í sumar sem farandþjálfari sambandsins ásamt því að sinna öðrum verkum.