Fínt gengi í bikarkeppni í frjálsum
UÍA sendi sterka sveit til keppni í bikarkeppni FRÍ ára og yngri sem haldin var á Kópavogsvelli fyrir skemmstu. Liðið varð í sjötta sæti af tólf með 138 stig. A lið FH varð bikarmeistari með 189 stig.
Í liðinu voru: Aðalheiður Sjöfn Helgadóttir, Atli Geir Sverrisson, Atli Pálmar Snorrason, Embla Ósk Tjörvadóttir, Eyrún Gunnlaugsdóttir, Helga Jóna Svansdóttir, Hrefna Ösp Heimisdóttir, Mikael Máni Freysson og Steingrímur Örn Þorteinsson.
Af árangri einstakra keppenda má nefna að Hrefna Ösp Heimisdóttir varð önnur í 400 metra hlaupi og þriðja í langstökki. Mikael Máni Freysson varð annar í 400 metra hlaupi og í 3. - 6. sæti í hástökki. Helga Jóna Svansdóttir vann hins vegar 80 metra grindahlaup. Þau eru öll fimmtán ára.