Bjartur 2013: Rathlaup í Jökuldalsheiði

UÍA, Austurför og Fljótsdalshérað standa fyrir keppninni Bjartur 2013 Rathlaup í Jökuldalsheiði 24. ágúst. Rathlaupið reynir á ýmsa þætti svo sem rötun, kortalestur, hreyfingu, úthald og samvinnu.

Keppt er í liðum þar sem 2-3 einstaklingar mynda hvert lið. Mæting keppenda er við Sænautasel klukkan 8:15 en hlaupið sjálft verður ræst klukkan 9:00.

Keppnisfyrirkomulag:

Við komuna í Sænautasel fá liðin í hendur kort með ámerktum punktum. Hver punktur á kortinu stendur fyrir stað sem auðkenndur er með flaggi og þar er að finna gatara/stimpil sem liðin nota til að gata/stimpla á þar til gert liðsblað og staðfesta þannig komu sína á staðinn.

Staðirnir gefa mis mörg stig eftir því hversu erfitt er að finna eða komast á viðkomandi stað og sigrar það lið sem nær flestum stigum. Liðin ákveða fyrirfram hvaða leið þau ætla að fara og hvaða punkta þau ætla að sækja og gefa umsjónarmanni keppninnar þá áætlun upp. Ekki þarf að fylgja áætluninni nákvæmlega, en öryggis keppenda vegna er gott að fylgja henni sem mest.

Keppni hefst og lýkur við Sænautasel og þar verður bækistöð fyrir keppendur og starfsfólk.

Keppnisgjöld: 10.000 kr á lið.

Skráning fer fram í gegnum traveleast.is. Skráningarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 22. ágúst.

Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA í síma 4711353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Bjartur á Facebook

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ