Launaflsbikarinn 2013: Mikil spenna fyrir síðustu umferðina

Mikil spenna ríkir fyrir síðustu umferð deildakeppni Launaflsbikarsins sem hefst í kvöld. Fjögur lið eiga möguleika á fjórða sæti deildarinnar sem gefur rétt til þátttöku í úrslitakeppninni eftir verslunarmannahelgi.

Þrjú lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni: UMF Máni með 13 stig, Spyrnir með 12 stig og UMFB með 10 stig. Enn gætu þó orðið hreyfingar þeirra á milli en tvö efstu liðin leika á heimavelli í undanúrslitunum. Þannig mætast Spyrnir og UMFB á Fellavelli í kvöld í hreinum úrslitaleik um heimaleikjarétt.

Hin fjögur liðin eiga öll möguleika á úrslitakeppninni. Valur Reyðarfirði er sem stendur í fjórða sæti með sex stig. Liðið er hins vegar búið með sína leiki og með slakt markahlutfall.

Hrafnkell Freysgoði og ríkjandi meistarar BN eru í fimmta og sjötta sæti með fjögur stig. Lið Hrafnkels hefur þó töluvert betra markahlutfall. Hrafnkell á heimaleik gegn UMF Mána í síðustu umferðinni.

Í sjöunda sæti er Þristur sem tekur á móti BN í næstu viku. Þristur og Spyrnir leika bæði á Fellavelli og ekki tókst að koma leikjum beggja fyrir þar fyrir helgina. Þristur er með sex stig og gæti komist í úrslitakeppnina með að vinna BN með að minnsta kosti sex marka mun tapi Hrafnkell á sama tíma.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ