Sumarhátíð 2013: Úrslit í strandblaki
Laxableikurnar bomburnar hrósuðu sigri í keppni í strandblaki á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar. Liðið mynduðu þær Nanna Evarsdóttir og Eyrún Einarsdóttir.
Fjögur lið voru skráð til keppni, öll skipuð börnum fædd árið 2000 og búsett í Neskaupstað. Laxableiku bomburnar unnu alla sína leiki og hlutu sex stig.
Í öðru sæti urðu Gulldrengirnir (Atli Fannar og Tóti) með 4 stig, Witcibare (Tinna og Amalía) í því þriðja með þrjú stig og Rauðkurnar (Hrafnhildur og Valdís) í fjórða með eitt stig.
Allir spiluðu við allar, skora þurfti 21 stig í hrinu til að vinna hana. Það lið sem fyrr sigraði í tveimur hrinum vann leikinn.