Sumarhátíð 2013: Úrslit Eskjumótsins í sundi

Lið Austra batt enda á fjögurra ára sigurgöngu Neista í stigakeppni Eskjumótsins í sundi á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar sem fram fór í sundlaug Egilsstaða um helgina.

Hátt í 100 keppendur tóku þátt í mótinu sem fram fór á föstudegi og laugardegi. Öll úrslit mótsins má finna hér.

Að auki voru afhentir stigabikarar einstaklinga en til þeirra stiga gilda aðeins ákveðin sund í hverjum flokki.

Meyjar 11-12 ára: Sesselja Bára Jónsdóttir, Austra
Sveinar 11-12 ára: Hubert Henryk Wojtas, Hetti.
Telpur 13-14 ára: Heiðdís Ninna Skúladóttir, SH
Drengir 13-14 ára: Bergvin Stefánsson, Leikni.
Stúlkur 15-16 ára: Nikólína Dís Kristjánsdóttir, Austra
Piltar 15-16 ára: Bjarni Tristan Vilbergsson, Neista

Lið:

1. Austri, 526 stig
2. Neisti, 434 stig
3. Þróttur Neskaupstað, 264 stig
4. Höttur, 222 stig
5. Leiknir, 204 stig

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ