Sumarhátíð 2013: Úrslit Eskjumótsins í sundi

Lið Austra batt enda á fjögurra ára sigurgöngu Neista í stigakeppni Eskjumótsins í sundi á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar sem fram fór í sundlaug Egilsstaða um helgina.

Hátt í 100 keppendur tóku þátt í mótinu sem fram fór á föstudegi og laugardegi. Öll úrslit mótsins má finna hér.

Að auki voru afhentir stigabikarar einstaklinga en til þeirra stiga gilda aðeins ákveðin sund í hverjum flokki.

Meyjar 11-12 ára: Sesselja Bára Jónsdóttir, Austra
Sveinar 11-12 ára: Hubert Henryk Wojtas, Hetti.
Telpur 13-14 ára: Heiðdís Ninna Skúladóttir, SH
Drengir 13-14 ára: Bergvin Stefánsson, Leikni.
Stúlkur 15-16 ára: Nikólína Dís Kristjánsdóttir, Austra
Piltar 15-16 ára: Bjarni Tristan Vilbergsson, Neista

Lið:

1. Austri, 526 stig
2. Neisti, 434 stig
3. Þróttur Neskaupstað, 264 stig
4. Höttur, 222 stig
5. Leiknir, 204 stig

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok