Skráning hafin á Unglingalandsmótið á Höfn

Búið er að opna fyrir skráningar á Unglingalandsmót UMFÍ sem að þessu sinni fer fram á Höfn í Hornafirði 2. - 4. ágúst. Skráningafrestur er til 27. júlí. Skráningargjaldið er 6.000 krónur, óháð greinafjölda.

Keppnisgreinar á mótinu verða fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, motocross, skák, stafsetning, sund, strandblak og upplestur.

Við hvetjum fólk til að nota nafn UÍA á þau lið sem skráð eru til leiks af Austurlandi. Það gerir okkur auðveldara fyrir að fylgjast hvert með öðru og hvetja áfram.

Austfirðingar hafa fjölmennt á síðustu tvö unglingalandsmót en um níutíu keppendur tóku þátt undir merkjum UÍA á Selfossi í fyrra. Staðsetning mótsins að þessu sinni er nánast eins hentug og hún getur orðið fyrir íbúa fjórðungsins.

Þátttökurétt í keppni á mótinu hafa allir á aldrinum 11-18 ára en að auki er í boði fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Mótssetning verður á Sindravelli klukkan 20:00 föstudagskvöldið 2. ágúst. Keppendur UÍA ganga þar fylktu liði inn á völlinn merktir sambandinu. Þeir sem vilja panta UÍA galla fyrir mótið er bent á að hafa samband við skrifstofu UÍA í vikunni í síma 471-1353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Tjaldbúðastjóri UÍA í ár verður Snorri Benediktsson. Starfsmenn UÍA verða á svæðinu um mótshelgina til stuðnings við þátttakendur sambandsins.

Öll skráning fer fram í gegnum skraning.umfi.is en allar nánari upplýsingar um mótsins fást á www.ulm.is.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok