Þróttur 90 ára: Forusta um byggingu sundlaugar mesta afrekið

Norðfirðingar héldu upp á 90 ára afmæli íþróttafélagsins Þróttar fyrir skemmstu. Fyrrverandi formaður segir forustuna sem félagið hafði um byggingu sundlaugarinnar í miðbænum eitt mesta afrekið í sögu þess.

Haldið var upp á afmælið með sundlaugarpartýi, íþróttakeppnum og kaffisamsæti í Egilsbúð síðustu helgina í júní þótt eiginlegt afmæli félagsins væri ekki fyrr en viku síðar.

Stefán Þorleifsson var meðal ræðumanna en aðstöðumál félagsins voru honum hugleikin. Hann sagði forustu félagsins um bygginu sundlaugarinnar hafa verið mesta afrekið í sögu félagsins.

Þá taldi hann að bæjarfélagið ætti „eftir að bæta Þrótti“ íþróttavöllinn sem var á Bakkabökkum en þar er íbúabyggð í dag. „Hann var hrein eign Þróttar,“ sagði Stefán og krafðist þess fyrir hönd Þróttar að félaginu yrði bætt knattspyrnu og frjálsíþróttaaðstaða.

Átján einstaklingar fengu afhent silfurmerki Þróttar fyrir áralangt starf í þágu félagsins en þeir eru: Bergvin Haraldsson, Eysteinn Kristinsson, Freysteinn Bjarnason, Guðlaug Ragnarsdóttir, Guðrún Víkingsdóttir, Guðrún Brynjarsdóttir, Halldór Ásgeirsson, Halldór Þorbergsson, Heimir Þorsteinsson, Karl Rúnar Róbertsson, Magnús Jóhannsson, Ragnar Jónsson, Sigurveig Róbertsdóttir, Víglundur Gunnarsson, Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Þorgerður Malmkvist og Þórey Sigfúsdóttir.

Þá fengu átta einstaklingar gullmerki Þróttar: Þórhallur Jónasson, Jóhann Tryggvason, Svanbjörn Stefánsson, Gunnar Karlsson og Björgúlfur Halldórsson, sem allir hafa verið formenn félagsins auk þeirra Smára Geirssonar, Guðmundar Ingvasonar og Karl Jóhanns Birgissonar.

Þá færði Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað Þrótti níu milljónir króna í afmælisgjöf, eina milljón fyrir hvern áratug sem félagið hefur verið starfandi.

Myndasyrpa úr kaffisamsætinu

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ