Framfarir hjá keppendum UÍA á AMÍ í sundi
Þrír keppendur frá UÍA tóku þátt í Aldursflokkameistari Íslands í sundi sem fram fór á Akureyri síðustu helgina í júní. Þeir náðu almennt að bæta sinn árangur sinn.
Bestum árangri náði Nikólína Dís Kristjánsdóttir úr Austra sem varð áttunda í 100 m baksundi stúlkna 15 ára á tímanum 1:20,32 en hún bætti þar skráðan tíma sinn um rúmar þrjár sekúndur.
Hún varð einnig níunda í 100 metra bringusundu á tímanum 1:32,30, fjórtánda í 100 metra skiðsundi sem hún synti á 1:11,16 og átjánda í 200 metra fjórsundi á tímanum 2:58,14.
Þá kepptu Eva Dröfn Jónsdóttir og Kamilla Marín Björgvinsdóttir í flokki 13 ára stúlkna. Þær syntu saman í 100 metra skriðsundi. Þar varð Kamilla Marín tíunda á tímanum 1:17,22 þar sem hún bætti skráðan tíma sinn um tæpa sekúndu en Eva Dröfn í 21. sæti á 1:25,00 sem er tveimur sekúndum betra en hennar skráði tími.
Eva Dröfn varð einnig fjórtánda í 100 metra baksundi á tímanum 1:28,63 og Kamilla Marín sextánda í 200 metra skiðsundi á tímaum 2:54,28.