Framfarir hjá keppendum UÍA á AMÍ í sundi

Þrír keppendur frá UÍA tóku þátt í Aldursflokkameistari Íslands í sundi sem fram fór á Akureyri síðustu helgina í júní. Þeir náðu almennt að bæta sinn árangur sinn.

Bestum árangri náði Nikólína Dís Kristjánsdóttir úr Austra sem varð áttunda í 100 m baksundi stúlkna 15 ára á tímanum 1:20,32 en hún bætti þar skráðan tíma sinn um rúmar þrjár sekúndur.

Hún varð einnig níunda í 100 metra bringusundu á tímanum 1:32,30, fjórtánda í 100 metra skiðsundi sem hún synti á 1:11,16 og átjánda í 200 metra fjórsundi á tímanum 2:58,14.

Þá kepptu Eva Dröfn Jónsdóttir og Kamilla Marín Björgvinsdóttir í flokki 13 ára stúlkna. Þær syntu saman í 100 metra skriðsundi. Þar varð Kamilla Marín tíunda á tímanum 1:17,22 þar sem hún bætti skráðan tíma sinn um tæpa sekúndu en Eva Dröfn í 21. sæti á 1:25,00 sem er tveimur sekúndum betra en hennar skráði tími.

Eva Dröfn varð einnig fjórtánda í 100 metra baksundi á tímanum 1:28,63 og Kamilla Marín sextánda í 200 metra skiðsundi á tímaum 2:54,28.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok