Um þrjátíu keppendur á Landsmóti
Um þrjátíu keppendur taka þátt undir merki UÍA í Landsmóti UMFÍ sem fram fer á Selfossi um helgina.
UÍA sendir að þessu sinni sveitir í bridds og skák, lið í knattspyrnu og körfuknattleik og einstaklinga í glímu, boccia og starfsíþróttum. Briddssveitin hóf keppni fyrst klukkan tíu í morgun og gerði 15-15 jafntefli við Skagfirðinga.
Skáksveitin, körfuknattleiksliðið og bocciagengið byrjuðu nú eftir hádegið. Keppni í knattspyrnu og starfsíþróttum hefst á morgun en í glímu á sunnudag.
Hægt verður að fylgjast með tíðindum frá mótinu á UÍA á Facebook.