Sumarhátíð 2013: Nettómótið í frjálsíþróttum
Nettómótið í frjálsíþróttum á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar verður á Vilhjálmsvelli 13. - 14. júlí 2013. Ellefu ára og eldri keppa báða dagana en tíu ára og yngri aðeins á sunnudag.
Keppnisgreinar og aldursflokkar:
16 ára og eldri: Kúla, kringla, spjót, 100m, 400 m, 800m, þrístökk og langstökk.
14-15 ára: Kúla, kringla, spjót, 100m, 200m, 400 m, 800m, langstökk, þrístökk, hástökk og boðhlaup.
12-13 ára: Kúla, kringla, spjót, 80m, 200m, 600m, langstökk, þrístökk, hástökk og boðhlaup.
11 ára: Kúla, spjót, 60m, 200m, 600m, langstökk, hástökk og boðhlaup.
10 ára og yngri: Langstökk, 60m, boltakast. 9-10 ára hlaupa auk þess 600m en 8 ára og yngri 400m.
Öll boðhlaup verða á sunnudegi. Tímaseðil er hægt að nálgast hér í mótaforriti FRÍ.
Skráning og nánari upplýsingar fást hjá aðildarfélögum UÍA eða skrifstofu sambandsins í síma 471-1353 eða netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráningarfrestur er til miðnætti miðvikudaginn 10. júlí. Skráningagjöld eru 2000 krónur á keppanda, óháð fjölda greina á hátíðinni.