Sumarhátíð 2013: Nettómótið í frjálsíþróttum

Nettómótið í frjálsíþróttum á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar verður á Vilhjálmsvelli 13. - 14. júlí 2013. Ellefu ára og eldri keppa báða dagana en tíu ára og yngri aðeins á sunnudag.

Keppnisgreinar og aldursflokkar:

16 ára og eldri: Kúla, kringla, spjót, 100m, 400 m, 800m, þrístökk og langstökk.

14-15 ára: Kúla, kringla, spjót, 100m, 200m, 400 m, 800m, langstökk,  þrístökk, hástökk og boðhlaup.

12-13 ára: Kúla, kringla, spjót, 80m, 200m, 600m, langstökk, þrístökk, hástökk og boðhlaup.

11 ára: Kúla, spjót, 60m, 200m, 600m, langstökk, hástökk og boðhlaup.

10 ára og yngri: Langstökk, 60m, boltakast. 9-10 ára hlaupa auk þess 600m en 8 ára og yngri 400m.

Öll boðhlaup verða á sunnudegi. Tímaseðil er hægt að nálgast hér í mótaforriti FRÍ.

Skráning og nánari upplýsingar fást hjá aðildarfélögum UÍA eða skrifstofu sambandsins í síma 471-1353 eða netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráningarfrestur er til miðnætti miðvikudaginn 10. júlí. Skráningagjöld eru 2000 krónur á keppanda, óháð fjölda greina á hátíðinni.


Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok