Sumarhátíð 2013: Borðtennis
Borðtennis er grein sem ekki hefur verið keppt í á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar síðan á níunda áratugnum en hörð keppni var þá háð.
Keppt verður í greinninni í félagsmiðstöðunni Ný-ung við grunnskólann á Egilsstöðum föstudaginn 12. júlí frá klukkan 18:00.
Skráningargjöld eru 2.000 krónur á einstakling sem getur þá keppt í eins mörgum greinum og hann vill á Sumarhátíðinni. Nánari upplýsingar og skráningar eru hjá skrifstofu UÍA í síma 471-1353 eða netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráning er til miðnættis fimmtudaginn 11. júlí.