Fjall UÍA 2013: Lolli

Fjallið Lolli í Norðfirði er fjall UÍA árið 2013 í gönguverkefni UMFÍ, Fjölskyldan á fjallið. Gestabók var komið fyrir á fjallinu umhelgina.

Frá þjóðveginum við Skuggahlíð er ekið út malarveg, framhjá golfvellinum, í suðurhlíð Norðfjarðar að heimreiðinni að bænum Grænanesi. Þar er ágætt að leggja bíl.

Haldið er af stað upp brekkurnar og er bergstandurinn Lolli nær beint fyrir ofan Grænanes. Leiðin upp brekkurnar er auðveld yfirferðar og stefnan tekin á tindinn sem blasir við.

Gönguleið er til Hellisfjarðar  innan við Lolla í Lollaskarði. Einnig er þægileg og skemmtileg gönguferð að ganga út fjallagarðinn út á Hellisfjarðarmúla og er útsýni á leiðinni ægifagurt og gott yfir byggðina í Neskaupstað.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ