Inga Svanbergs hlaut starfsmerki UMFÍ

Ingibjörg Svanbergsdóttir hlaut starfsmerki Ungmennaféalgs Íslands á 100 ára afmælis Hugins á Seyðisfirði í gær. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti merkið.

Ingjbörg, sem fædd er árið 1940, vann lengi fyrir Huginn einkum að frjálsíþróttamálum. Hún starfaði í frjálsíþróttaráði UÍA og var formaður ráðsins um tíma.

Í gegnum þau starf var hún einn af prímusmótorum Sumarhátíðar sambandsins á Eiðum og skipulagði margar stærri ferðir á vegum UÍA og Hugins, til dæmis á fyrstu unglingalandsmótin.

Hún starfaði einnig ötullega að undirbúningi Landsmóts UMFÍ sem haldið var á Egilsstöðum árið 2001.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ