Öxi þríþraut: Hafliði varði titilinn

Hafliði Sævarsson, bóndi á Eyjólfsstöðum í Fossárdal, varði titil sinn í einstaklingskeppni í þríþrautarkeppninni Öxi, sem fram fór í dag. Lið Sóknarinnar vann í liðakeppni.

Það var lið Sóknarinnar, sem þeir Hilmar Gunnlaugsson og Jón Jónsson skipuðu, sem kom fyrst í mark á Djúpavogi í dag á tímanum 3:35,48 klst. Í öðru sæti í liðakeppninni urðu Fossárdalsbræður, Jóhann Atli og Bjartmar Þorri Hafliðasyni, á tímanum 4:14,21.

Hafliði, sem einnig vann einstaklingskeppnina í fyrra, varð fremust einstaklinga á tímanum 3:43,06. Segja má að Hafliði hafi komist í mark við illan leik því annað dekkið sprakk á reiðhjóli hans skömmu áður en hann kom út á Djúpavog. Hann hélt áfram þar til hjólið var komið á felguna en hann varð að teyma það síðustu metrana.

Svanhvít Antonsdóttir varð fremst í kvennaflokki á tímanum 5:30,33. Engin kona keppti í fyrra svo Svanhvít telst fyrst kvenna til að klára þrautina. Í öðru sæti kvennaflokks varð aldursforseti keppninnar, Krstjana Bergsdóttir 61 árs, 24 mínútum á eftir.

Keppnin hófst með 750 sjósundi suður yfir Berufjörð. Þegar í land var komið settust keppendur á bak reiðhjólum og hóluðu 13 km á möl upp hinn snarbratta fjallveg Öxi, sem keppnin er kennd við. Efst á Öxinni voru hjólin skilin eftir og hlaupnir 19 km niður í Fossárdal. Þaðan var hjóluð 18 km leið út á Djúpavog.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok