Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar 12. - 14. júlí

Sumarhátið UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram dagana 12. - 14. júlí á Vilhjálmsvelli. Dagskráin er nú að taka á sig mynd.

Gert er ráð fyrir að á föstudegi verði keppt í borðtennis, sem ekki hefur verið á Sumarhátíð í tæp 20 ár auk þess sem Eskjumótið í sundi verður í sundlaug Egilsstaða.

Á laugardag heldur Eskjumótið í sundi áfram en þá hefst einnig keppni í frjálsíþróttum.

Á sunnudag lýkur keppni í frjálsum en þá verður einnig keppt í strandblaki.

Að vanda verður keppt í boccia en óráðið er hvenær sú keppni fer fram. Þá verða ýmsir viðburðir í gangi á sunnudeginum.

Eitt þátttökugjald er óháð greinafjölda, 2.000 krónur á keppanda.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ