Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar 12. - 14. júlí

Sumarhátið UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram dagana 12. - 14. júlí á Vilhjálmsvelli. Dagskráin er nú að taka á sig mynd.

Gert er ráð fyrir að á föstudegi verði keppt í borðtennis, sem ekki hefur verið á Sumarhátíð í tæp 20 ár auk þess sem Eskjumótið í sundi verður í sundlaug Egilsstaða.

Á laugardag heldur Eskjumótið í sundi áfram en þá hefst einnig keppni í frjálsíþróttum.

Á sunnudag lýkur keppni í frjálsum en þá verður einnig keppt í strandblaki.

Að vanda verður keppt í boccia en óráðið er hvenær sú keppni fer fram. Þá verða ýmsir viðburðir í gangi á sunnudeginum.

Eitt þátttökugjald er óháð greinafjölda, 2.000 krónur á keppanda.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok