Skokkað um bæinn á Bjarti í byggð
Rathlaupið Bjartur í byggð var haldið innanbæjar á Egilsstöðum og í Fellabæ þann 15. júní síðastliðinn. Fjögur lið mættu til leiks.
Öll skiluðu sér í mark innan tilskilins tíma en það sem flestum stigum náði komst í um 130 stig af 160 mögulegum.
Rathlaupið fer þannig fram að sett eru út flögg sem gefa mis mörg stig eftir hversu erfitt skipuleggjendur telja að sé að komast að þeim. Sigurvegari telst sá sem flestum stigum nær á ákveðnum tíma.
Þar sem upphafspunktur hlaupsins var í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum voru flöggin sem staðsett voru í Fellabæ verðmætust að þessu sinni.
Þátttakendur virtust ánægðir með hlaupið. Stærra rathlaup verður haldið uppi á fjöllum í haust.