Fjórir keppendur á MÍ 11-14 ára
Fjórir keppendur frá UÍA tóku þátt í Meistaramóti Íslands 11-14 ára í frjálsíþróttum sem fram fór í Hafnarfirði um síðustu helgi.
Bestum árangri náði Steingrímur Örn Þorsteinsson úr Hetti en hann varð annar í 100 metra hlaupi á 13,27 sek. og annar í langstökki í langstökki með stökk upp á 5,07 metra í flokki 13 ára pilta.
Daði Þór Jóhannsson úr Leikni keppti í sama flokki og komst í úrslit í langstökki með stökki upp á 4,74 m. og komst í úrslit í 100 metra hlaupinu þar sem hann hljóp á 13,98 sek. Þá varð hann fjórði í spjótkasti með kasti upp á 30,11 metra.
Eyrún Gunnlaugsdóttir, Hetti, hljóp í úrslitum 100 metra hlaups 14 ára stúlkna á tímanum 14,61 sek. og varð níunda í spjótkasti með kasti upp á 25,44 metra.
Íris Björg Valdimarsdóttir úr Þrótti varð sjötta í spjótkasti 12 ára stúlkna en hún kastaði spjótinu 19,39 metra.