Fjórir keppendur á MÍ 11-14 ára

Fjórir keppendur frá UÍA tóku þátt í Meistaramóti Íslands 11-14 ára í frjálsíþróttum sem fram fór í Hafnarfirði um síðustu helgi.

Bestum árangri náði Steingrímur Örn Þorsteinsson úr Hetti en hann varð annar í 100 metra hlaupi á 13,27 sek. og annar í langstökki í langstökki með stökk upp á 5,07 metra í flokki 13 ára pilta.

Daði Þór Jóhannsson úr Leikni keppti í sama flokki og komst í úrslit í langstökki með stökki upp á 4,74 m. og komst í úrslit í 100 metra hlaupinu þar sem hann hljóp á 13,98 sek. Þá varð hann fjórði í spjótkasti með kasti upp á 30,11 metra.

Eyrún Gunnlaugsdóttir, Hetti, hljóp í úrslitum 100 metra hlaups 14 ára stúlkna á tímanum 14,61 sek. og varð níunda í spjótkasti með kasti upp á 25,44 metra.

Íris Björg Valdimarsdóttir úr Þrótti varð sjötta í spjótkasti 12 ára stúlkna en hún kastaði spjótinu 19,39 metra.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok