Frjálsíþróttaskólinn 2013: Dagur 5

„Ofurmenni að kvöldi, ofurmenni að morgni“ er slagorð sem stundum er notað til að minna þá sem vilja vaka fram eftir að þeirra bíður vinna að morgni. Eftir fjóra strembna daga var fremur erfitt að byrja fimmta daginn þótt mót væri framundan enda hófst það hálftíma síðar en fyrirhugað var.

Eins og undanfarin ár var haldið uppskerumót á Vilhjálmsvelli á síðasta degi skólans. Keppt var í langstökki, kúluvarpi, spjótkasti og spretthlaupi. Að auki var hlaupið boðhlaup í lokin, strákar á móti stelpum.

Strákasveitin hafði þar betur, hljóp á 1:05,32 en munurinn var mjór því stelpurnar komu í mark á 1:07,60. Greinilegar framfarir sáust hjá mörgum þátttakendum sem tóku þátt í mótinu.

Þá var endað á pizzaveislu í Ný-ung og útskrifað var úr skólanum með skírteinum áður en menn tóku saman föggur sínar, þökkuðu fyrir sig og kvöddust.

Úrslit uppskerumótsins


Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ