Frjálsíþróttaskólinn 2013: Dagur 4

Fjórði og næst síðasti dagur Frjálsíþróttaskólans hófst að venju á æfingu á Vilhjálmsvelli. Bjarmi Hreinsson leyfði krökkunum að prófa sleggjukast en Sandra María þjálfaði langstökk.

Eftir mat var Arna Óttarsdóttir gestaþjálfarinn. Arna keppti í spretthlaupi líkt en hún fór yfir grunnatriðin í boðhlaupi við miklar vinsældir. Sandra bauð krökkunum hins vegar aðstoð í þeim greinum sem þau vildu.

Eftir kaffi var kynning á tveimur greinum. Hjálmar Elíesersson og Þuríður Nótt Björgvinsdóttir kynntu teakwondo en Alda Jónsdóttir skylmingar.

Að loknum kvöldmat var haldið norður fyrir fljót á Urriðavatn en þar var Þorsteinn Sigurlaugsson ásamt sonum sínum með kajakútgerð. Skipstjórunum á kajökunum gekk misvel. Sumir strönduðu, aðrir fengu á sig brotsjó og enn aðrir féllu fyrir borð og komu því fremur blautir heim.

Þá má ekki gleyma þeim sem sigldu lygnan sjó en allir komu sáttir heim eftir tveggja tíma róður. Það kann að skjóta skökku við að hafa farið í sund eftir þessa blautu ferð en sundlaugin var þrátt fyrir allt heitari en Urriðavatnið og fín í lok dags.

Þótt dagurinn hefði verið erfiður og flestir afar þreyttir var samt ekki farið alveg strax að sofa eftir sundið enda síðasti dagurinn. Didda og Sandra María birtust með íspinna við mikinn fögnuð áður en slappað var yfir Ævintýrum Narníu.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok