Mínútu þögn til minningar um Ólaf
Vegna fráfalls Ólafs Rafnssonar forseta ÍSÍ er óskað eftir því að íþróttafélög sem eru með starfsemi mánudaginn 24. júní stoppi leik klukkan 10:00 og hafi einnar mínútu þögn til að minnast Ólafs.
Ólafur, sem einnig var forseti Körfuknattleikssambands Evrópu, varð bráðkvaddur í gær fimmtíu ára að aldri. Hann var staddur í Sviss þar sem stjórn Körfuknattleikssambandsins fundar. Ólafur tók við sem forseti ÍSÍ af Ellerti B. Schram árið 2006.