Samúðarkveðja frá UÍA vegna fráfalls forseta ÍSÍ
Ólafur E. Rafnsson, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands varð bráðkvaddur í dag, fimmtíu ára að aldri.
Andlát hans er áfall fyrir íslenska íþróttahreyfingu. Á þeim sjö árum sem Ólafur var forseti ÍSÍ sannaði hann sig sem sterkur leiðtogi með ákveðna sýn. UÍA vottar fjölskyldu Ólafs sem og samstarfsfólki innan hreyfingarinnar sína dýpstu samúð.