ÍSÍ býður upp á sumarfjarnám í þjálfun
ÍSÍ býður í sumar upp á fjarnám fyrir þá sem áhuga hafa á að ná sér í þjálfararéttindi. Um er að ræða grunnstigið og framhaldsnámskeið á 2. stigi.
Kennsla á 1. stiginu, sem jafngildir ÍÞF1024 á framhaldsskólastigi, hefst mánudaginn 24. júní og tekur átta vikur. Um er að ræða 60 tíma nám sem kostar 25.000.
Allt kennsluefni er innifalið í verðinu en það er sent heim til þátttakenda. Rétt til þáttöku hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. Skráningarfrestur er til 20. júní.
Annars stigs námskeiðið hest mánudaginn 7. júlí og tekur fimm vikur. Þar er um að ræða 40 tíma nám sem kostar 18.000 krónur.
Rétt til þátttöku hafa allir þeir sem hafa lokið 1. stiginu, hafa sex mánaða starfsreynslu sem þjálfarar og gilt skyndihjálparpróf. Skráningarfrestur er til 4. júlí.
Bæði námskeiðin tilheyra almennum hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ og gilda jafnt fyrir allar íþróttagreinar.
Bæði námskeiðin eru algjörlega kennd í fjarnámi og engar staðbundnar lotur haldnar. Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 514-4000. Með skráningu þarf að fylgja fullt nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer.
Allar nánari uppl. um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..