Góð þátttaka í kvennahlaupinu
Fín þátttaka var í kvennahlaupinu um allt land en hlaupið var á tíu stöðum á Austurlandi í blíðskaparveðri.
Á Egilsstöðum hlupu um 70 konur á öllum aldri í næstum 20°hita. Höfðu sumar á orði að það væri alltof heitt til að hlaupa en sem betur fer bauð Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum öllum þátttakendum í sund að hlaupi loknu og því ættu allar að hafa náð að kæla sig niður.