Frjálsíþróttaskólinn 2013: Dagur 3

Dagurinn byrjaði á æfingu á Vilhjálmsvelli með tveimur gestaþjálfurum. Daði Fannar Sverrisson leiðbeindi í spjótkasti og Lovísa Hreinsdóttir í kringlukasti. Svo fagmannlega lék Daði spjótið að sumir töldu að hann væri Íslandsmethafi í greininni.

Hádegismaturinn var óvenju snemma því framundan var ferð upp í Fljótsdal þar sem gengið var upp að Hengifossi. Ferðin gekk vel þótt leiðin væri óvenju blaut þar sem miklar leysingar hafa verið í Fljótsdal að undanförnu eins og víða annars staðar.

Almennt komust menn nánast þurrir heim enda hjálpaði Sandra María mönnum yfir erfiðustu kvíslarnar.

Eftir gönguferðina var farið út eftir í íþróttahúsið í Fellabæ. Þar voru félagar úr Skotfélagi Austurlands (SKAUST) og kenndu fyrstu handtökin í bogfimi en slík deild var stofnuð innan félagsins í vor.

Krakkarnir fengu að grípa í bogana og tímarnir tveir liðu hratt. Í lok tímans sýndu félagarnir listir sínar þegar þeir skutu beint í mark langsum yfir salinn.

Eftir kvöldmat og sundferð dagsins var komið að spurningakeppninni Innsvari sem Gunnar Gunnarsson sá um í fjarveru Stefáns Boga Sveinssonar. Baráttan var mikil og aðeins skyldu þrjú stig að sigurliðið og það sem varð í öðru sæti.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ