Frjálsíþróttaskólinn 2013: Dagur 3

Dagurinn byrjaði á æfingu á Vilhjálmsvelli með tveimur gestaþjálfurum. Daði Fannar Sverrisson leiðbeindi í spjótkasti og Lovísa Hreinsdóttir í kringlukasti. Svo fagmannlega lék Daði spjótið að sumir töldu að hann væri Íslandsmethafi í greininni.

Hádegismaturinn var óvenju snemma því framundan var ferð upp í Fljótsdal þar sem gengið var upp að Hengifossi. Ferðin gekk vel þótt leiðin væri óvenju blaut þar sem miklar leysingar hafa verið í Fljótsdal að undanförnu eins og víða annars staðar.

Almennt komust menn nánast þurrir heim enda hjálpaði Sandra María mönnum yfir erfiðustu kvíslarnar.

Eftir gönguferðina var farið út eftir í íþróttahúsið í Fellabæ. Þar voru félagar úr Skotfélagi Austurlands (SKAUST) og kenndu fyrstu handtökin í bogfimi en slík deild var stofnuð innan félagsins í vor.

Krakkarnir fengu að grípa í bogana og tímarnir tveir liðu hratt. Í lok tímans sýndu félagarnir listir sínar þegar þeir skutu beint í mark langsum yfir salinn.

Eftir kvöldmat og sundferð dagsins var komið að spurningakeppninni Innsvari sem Gunnar Gunnarsson sá um í fjarveru Stefáns Boga Sveinssonar. Baráttan var mikil og aðeins skyldu þrjú stig að sigurliðið og það sem varð í öðru sæti.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok