Fyrsta greinamótið í mótaröð HEF og UÍA
Fyrsta mótið í mótaröð Hitaveitu Egilsstaða og Fella og frjálsíþróttaráðs UÍA verður haldið á Vilhjálmsvelli miðvikudaginn 19. júní og hefst klukkan 18:00.
Mótin í sumar verða þrjú og keppt í fjórum greinum á hverju þeirra. Stigahæstu einstaklingarnir í hverju flokki í sumar fá verðlaun í lokin.
Að þessu sinni er keppt í 200 og 800 metra hlaupum, kringlukasti og langstökki.
Sex stig eru veitt fyrir 1. sæti, 5 stig fyrir annað sæti og þannig koll af kolli. Keppt er í flokkum stúlkna og pilta 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.
Skrifstofa UÍA veitir nánari upplýsingar og tekur við skráningum í síma 471-1353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráningargjald á mótið er 500 krónur.