Góður árangur austfirsks glímufólks á EM í glímu
Glímufólk frá UÍA átti þrjá af þrettán Evrópumeisturum á EM í glímu sem haldið var í lok apríl. Magnús Karl Ásmundsson, Sindri Freyr Jónsson og Eva Dögg Jóhannsdóttir unnu sína flokka og Hjörtur Elí Steindórsson náði öðru sæti í sínum flokki.
Glímufólkið tók einnig þátt í EM í „backhold“ og „gouren“ en þar náði Eva Dögg Jóhannsdóttir bestum árangri en hún var í þriðja sæti í sínum flokki í báðum greinum.
Glímusamband Íslands stóð fyrir keppninni en keppendur voru alls 71 frá 10 löndum.