Boðhlaup til styrktar Ólympíuhópi FRÍ

Maraþonboðhlaup FRÍ fer fram þann 21.maí 2013 á þremur stöðum á landinu, Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Hlaupið er boðhlaupskeppni þar sem allt að sjö hlauparar skipa eitt lið.

Hver liðsmaður hleypur að minnsta kosti einn hring af sjö hringja hlaupaleið. Heildarvegalengdin sem er hlaupin er hálft maraþon eða 21,097 km og því hver hringur 3 km. Keppt er í samtals 4 flokkum.

Hlaupaleiðin á Egilsstöðum verður sú sama og í fyrra það er hinn svokallaði Hitaveituhringur. Startið verður við Haustak (Herði), þaðan verður hlaupið upp að græna hitaveitutanknum, framhjá honum, niður á Tunguveginn og aftur að Herði. Sá hringur er akkúrat 3 km.

Hér má sjá kort af leiðinni.

Allir þátttakendur fá staðlað viðurkenningarskjal með mynd af fremsta frjálsíþróttafólki landslins og að loknu hlaupi fer fram happdrætti á staðnum þar sem keppnisnúmer gildir sem happdrættismiði.

Markmiðið með Maraþonboðhlaupinu er fyrst og fremst að auka stuðning við íslenskt frjálsíþróttafólk sem möguleika eiga að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro árið 2016.  Einnig er markmiðið að vekja aukna athygli á íþróttinni og benda á að götuhlaupin eru hluti af frjálsum íþróttum.

Frjálsíþróttasambandið útvegar boðhlaupskefli. Á hvert boðhlaupskefli munu fyrirtæki geta keypt auglýsingu fyrir 3000 kr.

Sett verður einnig upp áheitakerfi í kringum keflin og getur fyrirtækið sem kaupir auglýsingu á kefli/keflin borgað upphæð að eigin ósk ef liðið sem hleypur með kefli þess sigrar.  Þannig getur eitt fyrirtæki kostað og keypt t.d 10 kefli og ef liðið sem hleypur með keflið sigrar borgar auglýsandinn aukalega ákveðna upphæð sem hann gefur upp fyrirfram.

Skráning fer fram fram á heimasíðunni www.hlaup.is

Skrá verður nafn sveitar, nöfn hlaupara, keppnisflokk  og staðsetningu hlaups á landinu. Fyrirliði hópsins skráir sveitina og greiðir um leið.

Skráningargjald í liðakeppni kostar 10.500 kr á lið.

Skráningargjald í einstaklingshlaup er 3.500 kr.

Hlaupið verður ræst klukkan 18:00 og hægt verður að nálgast keppnissnúmer á keppnisstað frá kl. 17:30.

Öll skráning er bindandi og fæst skráningargjald ekki endurgreitt.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ