Skráning hafin á 50+

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Vík í Mýrdal 7. - 9. júní.

Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða afþreying fyrir keppendur og gesti. Einnig verður boðið upp á fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða.

Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup, boccia, bridds, golf, frjálsar hestaíþróttir, hringdansar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, sund, sýningar, þríþraut og hjólreiðar

Í tilkynningu frá UMFÍ eru keppendur hvattir til að skrá sig sem fyrst til að mótshaldarar geti áttað sig á umfangi greina. Ef takmarka þurfi skráningu þá hafi þeir forgangs sem fyrstir hafi skráð sig. Sérstaklega er minnst á boccia í þessu samhengi en sú grein hefur verið afar vinsæl síðustu ár.

Dagskrá mótsins:

Föstudagur 7. júní

Kl. 12:00–19:00 Boccia undankeppni 
Kl. 20:00–21:00 Mótssetning og skemmtiatriði (opið öllum)

Laugardagur 8. júní

Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi, (opið öllum)
Kl. 08:00–19:00 Golf 
Kl. 09:00- Ljósmyndamaraþon
Kl. 09:00-12:00 Hjólreiðar (utanvegar leið 30 km opið öllum)
Kl. 09:00–11:30 Boccia úrslit 
Kl. 10:00-12:00 Starfsíþróttir – dráttavélaakstur 
Kl. 12:00–19.00 Bridds 
Kl. 11:00–12:00 Zumba (opið öllum)
Kl. 12:00–14.00 Sund 
Kl. 13:00–14:00 Hjólreiðar (utanvegar 4,5 km opið öllum)
Kl. 13:00–15:00 Línudans 
Kl. 13:00–16:00 Hestaíþróttir 
Kl. 13:00–17:00 Skák 
Kl. 14:00–15:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)
Kl. 14.00–18:00 Frjálsar íþróttir 
Kl. 16:00–18:00 Sýningar 
Kl. 16:00–19:00 Utanvegarhlaup um náttúruperlur Mýrdals (opið öllum)
Kl. 20:30–21:00 Búfjárdómar 
Kl. 20:00–21:00 Skemmtidagskrá (opið öllum)

Sunnudagur 9. júní

Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi (opið öllum)
Kl. 09:30- 12:30 Pútt 
Kl. 09:00–12.30 Þríþraut 
Kl. 09:00 -10:00 Ljósmyndamaraþoni lýkur 
Kl. 09:00- 11:00 Kjötsúpugerð
Kl. 10:00 –12:00 Hjólreiðar (utanvegar 13 km)
Kl. 10:00–11:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)
Kl. 10:00–13:00 Frjálsar íþróttir 
Kl. 11:30–13:30 Starfsíþróttir – pönnukökubakstur 
Kl. 10:00–14.00 Ringó 
Kl. 10:00–14:00 Skák 
Kl. 14:00–14:30 Mótsslit (opið öllum)

Skráning fer fram á http://skraning.umfi.is/50plus/ Aðrar upplýsingar um mótið er að finna á http://umfi.is/umfi09/50plus/ eða á Facebook-síðu mótsins.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ