Skráning í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ hafin

Skráning er hafin í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem haldinn verður í sjötta sinn í sumar. Að þessu sinni verður skólinn á Egilsstöðum dagana 10. - 14. júní.

Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára og stendur frá mánudegi til föstudags.

Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum en að auki er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur.

Þátttökugjaldið fyrir vikuna er 20.000 krónur og innifalið í því er kennsla, fæði og gisting. Skólastjóri skólans á Egilsstöðum verður Sandra María Ásgeirsdóttir.

Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram á heimasíðu skólans.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ