Keppnisgreinar Landsmóts tilkynntar


Boðið verður upp á keppni í 25 íþróttagreinum á Landsmóti UMFÍ sem haldið verður á Selfossi fyrstu helgina í júlí.

Keppnisgreinarnarnar á mótinu verða: Badminton, blak, borðtennis, bridds,  fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, handknattleikur, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, júdó, knattspyrna, körfuknattleikur, skák, skotfimi, starfsíþróttir, sund, kraftlyftingar, motocross, taekwondo, dans, pútt, boccia og 10 km. hlaup.

Landsmót var síðast haldið á Akureyri árið 2009 en nú er komið að Selfossi. Undirbúningur hefur staðið yfir lengi og gengur vel.  Uppbygging íþróttamannvirkja á Selfossi hefur verið afar metnaðarfull og öll aðstaða verður til fyrirmyndar.

Nánari upplýsingar um keppnisreglur eru á Landsmótsvef UMFÍ.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ